Vefstjóri til leigu

Vefstjóri ber ábyrgð á að vefurinn þinn sé í fullkomnu ástandi og upplýsir þig um stöðuna reglulega. Hvort sem þú þarft aðstoð við öll þín vefmál eða hluta þeirra. Með aðstoð Vefstjóra nýtir þú vefinn sem markaðstæki á mælanlegan og árangursríkan hátt.

Vefráðgjöf og úttektir

Við ráðleggjum og útfærum það sem þú ert að hugsa. Við greinum stöðu vefmála þinna og komum með tillögur að umbótum. Okkar sérfræðiþekking kemur traustum fótum undir hugmyndir þínar á netinu.

Vefforritun og Öpp

Ef þig vantar nýjan vef, eða vilt taka vefinn þinn í gegn, þá getum við aðstoðað. Snjallvefir, vefverslanir eða öpp, allt sem þig vantar í einum pakka. Við sérhæfum okkur í veflausnum þar sem þú getur lagt til efni með einföldum hætti.

Samfélagsstjóri til leigu

Samfélagsstjóri sér um þín mál á Facebook, Twitter, Snapchat og víðar. Við hjálpum þér að nýta félagsmiðlana á skipulagðan og árangursríkan hátt. Ef þú vilt vera öflugri á samfélagsmiðlum þá er Samfélagsstjóri góður kostur.

Markaðssetning á netinu

Hvort sem þú ert að selja vörur eða þjónustu eða vilt vekja athygli á vörumerki þínu, þá getum við hjálpað. Þetta er ekki bara spurning um heimsóknartölur heldur líka um gæði heimsókna. Við hjálpum rétta fólkinu að finna þig á netinu.

Þýðingar og textagerð

Það er lykilatriði að aðlaga og staðfæra vef og markaðsefni að viðskiptavinunum. Ef þig vantar markaðsefni, handbækur um upplýsingatækni fyrir starfsfólkið eða bara meira efni á heimasíðuna, þá getur Vefstjóri unnið allt slíkt efni fyrir þig.