Vefstjóri til leigu

Vefstjórinn ber ábyrgð á því að upplifun allra sem nota vefina þína sé góð og tryggir að það sé alltaf auðvelt að nálgast vefsvæði og að allt sé í lagi. Þú sendir okkur efni í tölvupósti, hringir eða notar verkefnagáttina okkar til að setja inn efni og Vefstjóri.is sér um að koma öllu í loftið fyrir þig þannig að allt virki eins og það á að gera. Verkefnagáttin er sérstaklega þægileg leið sem viðskiptavinir okkar elska því hún er alltaf opin og einstaklega þægileg í notkun.

Hafðu samband

Samfélagsstjóri til leigu

Samfélagsstjórinn eykur þekkingu á vörumerki fyrirtækisins og skapar dýpri og verðmætari tengsl við viðskiptavini. Samfélagsstjóri er öflugur hlekkur í markaðs- og kynningarstarfinu. Hann sinnir mikilvægu þjónustuhlutverki á félagsmiðlum, svarar athugasemdum, vaktar umræður og styður við markmið og herferðir í fullu samstarfi við þig, markaðsdeildina eða samskiptasviðið. Samfélagsstjórinn þróar líka hugmyndir og herferðir frá grunni ef á þarf að halda.

Hafðu samband

Vefráðgjöf og úttektir

Við greinum stöðu vefmála fyrirtækisins og komum með tillögur að úrbótum. Við framkvæmum öryggis- og ástandsskoðun á vefnum og leggjum svo til hvaða skref væri best að taka til að gera vefinn betri og skilvirkari. Þú getur fengið einfalda úttekt á vefnum og stutta skýrslu eða pantað ítarlegri úttekt og fengið skýrslu og ráðgjöf í framhaldinu.

Hafðu samband

Snjöll vefforritun

Ef þig vantar nýjan vef, eða ef þú vilt taka vefina þína í gegn, þá geta vefararnir okkar uppfyllt allar þínar þarfir. Snjallvefir, vefverslanir, pöntunarkerfi eða öpp, allt sem þig vantar í einum pakka. Við sérhæfum okkur í að nota þægilega verkefnagátt, en þannig getur þú lagt til efni með einföldum hætti til að auðvelda vinnuna halda kostnaði í lágmarki.

Hafðu samband

Markaðssetning á netinu

Hvort sem þú ert að selja vörur eða þjónustu eða vilt vekja athygli á vörumerki þínu, þá getum við hjálpað. Þetta er ekki bara spurning um heimsóknartölur heldur líka um gæði heimsókna. Við hjálpum rétta fólkinu að finna þig á netinu með leitarvélabestun. Við getum líka stofnað eða lífgað upp á netklúbbinn þinn og séð um að senda regluleg fréttabréf og kynningar til allra á póstlistanum. Við mælum svo alltaf árangurinn af öllum herferðum og skilum þér skýrslu á mannamáli um hvernig verkefnin hafa heppnast.

Hafðu samband

Þýðingar og textagerð

Ertu að sækja viðskiptavini til útlanda eða sækja á nýja markaði? Það er lykilatriði að aðlaga og staðfæra vefinn og markaðsefni að viðskiptavinunum. Ef þig vantar markaðsefni, handbækur um upplýsingatækni fyrir starfsfólkið eða bara meira efni á heimasíðuna, þá er Vefstjóri.is í nánu samstarfi við öfluga erlenda þýðingarþjónustu. Flækjustigið minnkar þannig til muna, því þú ert alltaf bara í beinum samskiptum við okkur eins og vanalega.

Hafðu samband

Við getum örugglega hjálpað þér að gera betur

 

HAFA SAMBAND